Mikilvægi þess að nýta sköpunargáfuna

Article published in IRCC creativity journal 2023

Written 2018 by Helga Marín in Icelandic:

Ég ólst upp á Íslandi og sem barn snérist líf mitt að mestu um að skapa eitthvað með höndunum. Ég spilaði á píanó, teiknaði, málaði, prjónaði, heklaði og vann með leir. Það að skapa eitthvað með höndunum var gríðarlega mikilvægt fyrir mig og eyddi ég mest af mínum frjálsa tíma í að búa til eitthvað. Foreldrar sem voru sannkallaðir listaunnendur dáðust að handverki mínu og hvöttu mig áfram. Mig dreymdi um að verða listamaður en þegar ég óx úr grasi varð ég meir og meir meðvituð um þau skilaboð sem ríktu í þjóðfélaginu um það hversu erfitt það er að lifa af listamannalaunum. Ég breytti því um stefnu og ákvað að verða heilsuráðgjafi. Stuttu eftir það hætti ég allri listiðju, bæði að mála og spila á hljóðfæri.

Í dag eru 30 ár liðin frá því að ég skapaði eitthvað með höndunum. Afsökun mín hefur verið sú að ég hafi ekki tíma. Ef ég er heiðaleg þá held ég að ástæðan fyrir því að ég hætti að skapa hafi ekki verið tímaskortur heldur frekar að ég taldi mig ekki hafa nógu mikla hæfileika.

Síðustu ár eða síðan að ég hitti núverandi eiginmann minn hafa augu mín opnast fyrir mikilvægi listsköpunnar. Með stuðningi hans byrjaði ég nýlega aftur að skapa með höndunum. Í dag ver ég mest af mínum frjálsa tíma til að skapa eitthvað og hef ég gert alls kyns tilraunir sem reyna á sköpunarhæfni mína.

Ég skil núna hvað eiginmaður minn meinar þegar að hann segir að lífið sé innantómt án listsköpunnar. Ég skil núna að listsköpun er tungumál sálarinnar. Það er í gegnum listsköpun sem okkar innri maður fær að skína án þess að egóið skyggi á.

– Helga Marin Bergsteinsdóttir

Leave a Comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *