Kveikjum neistann - Þrjú ný námskeið
Skráning: ingrid@thekkingarmidlun.is
Námskeið 1
Að koma okkur og öðrum í jákvætt hugarástand
28. mars 2023 kl. 16.30-19 ( NÚ Hfj.)
30. mars kl. 16.30-19 (Zoom)
Líðan nemenda og barna hefur mikil áhrif á hversu vel þeim gengur í skólanum og hversu mikla hvatningu þau upplifa til að sinna náminu. Á þessu námskeiði er lögð áhersla á að kennarar og foreldrar læri að skapa sína eigin hamingju og vellíðan á hverjum degi. Kennarar og foreldrar fá að kynnast mætti hugans og hvernig virkja megi kraft hans til að stuðla að jákvæðum hugsunum, tilfinningum og líðan, bæði hjá sér og hjá nemendum/börnum sínum. Einnig verður farið í hvernig best sé að vinna úr erfiðum tilfinningum.
Námskeiðið verður haldið í skólanum NÚ Reykjavíkurvegi 50 Hfj. og á zoom.
Námskeið 2
Minn fókus, mitt hugarfar, minn veruleiki
24 apríl 2023 kl. 16.30-19 ( NÚ Hfj.)
Á þessu námskeiði er lögð áhersla á að kennarar og foreldrar læri að skapa sína eigin hamingju og vellíðan með jákvæðu hugarfari. Farið verður í neikvæðniskekkjuna og hvernig hægt sé að sporna við henni. Kennarar og foreldrar fá að kynnast verkfærum til að byggja upp jákvæðara hugarfar bæði hjá sér og nemendum/börnum sínum.
Námskeiðið verður haldið í skólanum NÚ Reykjavíkurvegi 50 Hfj. og á zoom.
Námskeið 3
Breytum því sem er leiðinlegt í eitthvað skemmtilegt
16 maí 2023 kl. 16.30 -19.30 (NÚ Hfj.)
Þetta námskeið fer dýpra í hina 8 hvata og hvernig nýta megi þá til að kveikja neistann hjá okkur sjálfum og hjá þeim sem í kringum okkur eru. Þátttakendur læra aðferð til að breyta upplifun sinni á verkefnum sem eru leiðinleg og slítandi í upplifun sem er nærandi og skemmtileg. Einnig verður farið í hvernig nýta megi sömu aðferð í kennslu og í uppeldinu.
Námskeiðið verður haldið í skólanum NÚ Reykjavíkurvegi 50 Hfj. og á zoom.
Verð á námskeiðunum:
Eitt námskeið 25.500 kr.
Tvö námskeið 39.000 kr.
Þrjú námskeið 49.000 kr.
Skráning: ingrid@thekkingarmidlun.is
Skráning á "Kveikjum neistann hjá nemendum". 2 mars 2023 kl 16.30
Hér er hægt að horfa á upptöku af námskeiðinu "Kveikum neistann hjá nemendum"
Eitt af mikilvægustu hlutverkum kennara er að spila inn á áhugahvöt nemenda til að þeir nái árangri í námi. Verðlauna- og refsikerfi eru dæmi um ytri hvatningu sem er mikið notuð í skólum og uppeldinu. Þótt ytri hvatning geti verið áhrifarík til skamms tíma virkar hún lítið sem ekkert til að auka áhuga nemenda á náminu. Ytri hvatning dregur frekar úr áhuga og hafa margar rannsóknir sýnt fram á að hún geti jafnvel bælt niður innri áhugahvöt.
Við erum öll fædd með innri áhuga á að læra og það er hægt að virkja þessa áhugahvöt aftur með ákveðnum verkfærum. Þann 2. mars næstkomandi kl. 16.30-17.30 ætlar skólinn NÚ framsýn menntun í samstarfi við Ingrid Kuhlman og Helgu Marín að bjóða kennurum og foreldrum upp á frítt námskeið „Kveikjum neistann hjá nemendum” þar sem farið verður yfir þessi verkfæri og hvernig nýta megi þau í auknum mæli í kennslu og uppeldinu.